- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Nú í vikunni var opnað fyrir umferð um Bæjarbraut. Eflaust hafa margir íbúar í Rangárþingi eystra og aðrir vegfarendur saknað þess að geta nýtt sér þessa leið til þess að sleppa við að fara út á þjóðveg þegar umferðin er hvað mest. Við viljum þó biðla til vegfarenda um að stilla hraða í hóf, þar sem ekki hefur verið gengið endanlega frá yfirborði götunnar.
Byggðarráð samþykkti á fundi sínum þann 6. júlí að veita fyrirtækinu VHT ehf. vilyrði fyrir lóðunum við Bæjarbraut. Nú er því hönnunarvinna þeirra farin á fullt skrið og stefnt er að því að hefja byggingaframkvæmdir í haust. Um er að ræða fjölbreytta blöndu af verslunar- þjónustu og íbúarhúsnæði. Það verður spennandi að sjá miðbæinn okkar byggjast upp á næstu misserum.