Á skrifstofu Rangárþings eystra föstudaginn 29.apríl 2022, voru opnuð tilboð í gatnagerð Hallgerðartún áfangi 2. Einu tilboði var skilað inn áður en skilafrestur rann út og voru þau opnuð að viðstöddum Ólafi Rúnarssyni fh. Skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra og  Lilju Einarsdóttur, sveitarstjóra Rangárþing eystra. Einnig var viðstaddur Heiðar Þormarsson fh. Gröfuþjónustunnar Hvolsvelli.

 

Eitt tilboð barst í verkið og er eftirfarandi:

1. 66.236.000,- Gröfuþjónustan Hvolsvelli

 

Gögnin verða nú yfirfarin samkvæmt útboðsskilmálum og tilkynnt um endanlega niðurstöðu útboðsins í framhaldinu.