- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Orkusalan setur sér háleit markmið þegar kemur að umhverfismálum, en fyrirtækið náði stórum áfanga á síðasta ári og varð fyrsta og eina raforkufyrirtækið hér á landi til að kolefnisjafna bæði rekstur og vinnslu raforku. Til að kolefnisjafna gefur Orkusalan nú öllum sveitarfélögum 40 greinar til gróðursetningar innan sveitarfélagsins. Verkefnið er fyrst og fremst hugsað til vitundarvakningar.
Guðmundur Úlfar Gíslason, skipulags- og byggingarfulltrúi, tók við 40 Grænum greinum frá Orkusölunni fyrir hönd Rangárþings eystra.