- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Við óskum eftir áhugasömum Rangæingum sem búsett eru á Hellu eða Hvolsvelli til að taka þátt tilraunaverkefninu Jarðgerð á Strönd í sértækri flokkun og söfnun á lífrænum heimilisúrgangi.
Umsóknarfrestur um þátttöku er til föstudagsins, 15. október. Tilraunin stendur til 10. desember.
Markmið tilraunarinnar er að búa til notendavænt flokkunarferli fyrir íbúa með það að leiðarljósi að hægt sé að meðhöndla og nýta þá auðlind sem lífrænn úrgangur er í landgræðslu innan sýslunnar. Fyrir utan ný loftþétt ílát og stoðefni sem blandað er við matarleifar þegar safnað er í þau, helst flokkunin óbreytt frá núverandi skipulagi.
Jarðgerð á Strönd hefur verið í gangi frá því í maí 2021 og hafa um 30 heimili á Hellu og Hvolsvelli tekið þátt með góðum undirtektum. Næstu 8 vikur, áður en tilrauninni lýkur formlega, langar okkur að bjóða fleiri heimilum að prófa nýja flokkunarferlið með okkur.
Nánari upplýsingar um verkefnið og umsóknareyðublað má nálgast hér.