- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Öskudagurinn var haldinn hátíðlegur í dag í leikskólanum Örk. Undanfarin ár hefur þessi dagur verið náttfatadagur en sú nýbreytni var sett á nú í ár að börnin máttu ráða hvort þau yrðu í búningum, náttfötum eða bara hverju því sem að þeim langaði að klæðast. Síðustu ár hafa mörg leikskólabörn gjarnað viljað vera í búning eins og þau eldri í Hvolsskóla. Starfsmenn og stjórnendur leikskólans leggja sig fram um að hlusta á raddir barnanna en það er einmitt lykilatriði í innleiðingu á Barnvænu samfélagi sem nú stendur yfir í sveitarfélaginu. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þá var líf og fjör í leikskólanum í dag.