- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Á morgun, miðvikudag, er Öskudagurinn og mikil spenna hjá börnunum að klæða sig upp í búning, slá köttinn úr tunnunni og ganga í fyrirtæki og stofnanir og syngja.
Spennan er þó ekki síður mikil hjá þeim fullorðnu og má nefna að á Austurvegi 4 hefur verið efnt til búningakeppni meðal þeirra sem þar hafa skrifstofur. Plottað er í öllum hornum og ljóst er að fólk er að taka keppnina mjög alvarlega.
Við viljum hvetja önnur fyrirtæki og stofnanir í sveitarfélaginu að halda upp á Öskudaginn og skemmta sér og öðrum í leiðinni :) Gaman væri að sjá myndir frá deginum og má gjarnan senda myndir á netfangið arnylara@hvolsvollur.is eða beint inn á facebook síðu Rangárþings eystra.
Gleðilegan Öskudag!