- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Það var glatt á hjalla á síðustu íþróttaæfingu 60+ í Hvolnum nú fyrir páska þegar boðið var upp á páskaegg og málshætti með kaffisopanum í lok æfingar. Hópurinn telur alla jafna um 25 manns en þó nokkra vantaði á þessa æfingu sökum utanlandsferða og fleira.
Hópurinn hittist alla jafna í Hvolnum á miðvikudögum og föstudögum í umsjón Drífu Nikulásardóttur.