- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Nú hefur skráning hunda og katta í sveitarfélaginu verið sett í rafrænt form og er hægt að nálgast eyðublöðin hér.
Samkvæmt samþykktum Rangárþings eystra um hundahald annars vegar og kattahald hins vegar þá þarf að skrá alla hunda og ketti í sveitarfélaginu hvort sem þeir eru staðsettir í dreifbýli eða þéttbýli.
Rangárþing eystra hvetur þá sem ekki hafa skráð sína hunda eða ketti að gera það sem fyrst enda er það skylda samkvæmt samþykktum sveitarfélagsins.