Skipulags- og umhverfisnefnd Rangárþings eystra óskar eftir tilnefningum frá íbúum vegna umhverfisverðlauna sveitarfélagsins. Verðlaunin eru veitt sem viðurkenning til íbúa og fyrirtækja í sveitarfélaginu fyrir fallega og vel hirta garða. Mat er meðal annars tekið af hönnun garða, umhverfis, viðhaldi mannvirkja, girðinga og snyrtilegri heildarmynd.

Markmið viðurkenningarinnar er hugsað sem hvatning til íbúa sveitarfélagsins um að huga vel að nærumhverfi sínu og verðlauna íbúa og fyrirtæki sem skara fram úr. Veittar eru þrennar viðurkenningar, fyrir snyrtilegasta garðinn, býlið og fyrirtæki í Rangárþingi eystra. 

Rangárþing eystra hvetur alla til að senda inn tilnefningar, en frestur til að skila þeim er 10. ágúst 2023. 

Tilnefningum skal skilað á netfangið bygg@hvolsvollur.is eða í ráðhús sveitarfélagsins að Austurvegi 4, Hvolsvelli. 

Verðlaunin verða veitt á Kjötsúpuhátíðinni þann 26. ágúst 2023.