Meri í óskilum, fannst snemma í sumar rétt neðan við þjóveg eitt sunnan við Hvolsvöll (í nágrenni við flugvöllinn).

Virðist hafa verið eitthvað inni, þar sem hún er frekar spök en er ómerkt. Merin er staðsett í hesthúsahverfinu Miðkrika og sést á meðfylgjandi mynd.

Ef enginn eigandi finnst verður hrossið selt á uppboði með vísan til 4. mgr. 59. gr. laga nr. 6/1986 um afréttarmálefni, fjallskil ofl.

Nánari upplýsingar veitir skrifstofu- og fjármálastjóri, í síma 488-4200 eða með tölvupósti margretjona@hvolsvollur.is