Tvær merar í óskilum, fundust í Skíðbakkahverfinu í lok síðustu viku.
Virðast ekki vera örmerktar. Merarnar eru staðsettar í hesthúsahverfinu Miðkrika og sjást á meðfylgjandi myndum.
Ef enginn eigandi finnst verða merarnar seldar á uppboði með vísan til 4. mgr. 59. gr. laga nr. 6/1986 um afréttarmálefni, fjallskil ofl.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Rangárþings eystra, sími: 488 4200 og á netfanginu hvolsvollur@hvolsvollur.is