- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Viðtal við Lilju Einarsdóttur, sveitarstjórar, varðandi 18 milljóna framlag. Viðtalið við Lilju hefst á 6:23.
Þann 18. ágúst sl. tilkynnti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um skiptingu 150 milljóna króna fjárveitingar til sex sveitarfélaga vegna hruns í ferðaþjónustu í kjölfar Covid-19. Sveitarfélögin Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur og Skútustaðahreppur fá hvert um sig úthlutað 32 m.kr. en Bláskógabyggð, Rangárþing eystra og Sveitarfélagið Hornafjörður fá hvert um sig 18 m.kr.
Alþingi samþykkti í vor 150 m.kr. framlag á fjáraukalögum 2020 til að styðja við atvinnulíf og samfélag vegna hruns í ferðaþjónustu í sveitarfélögunum sex. Markmið aðgerðanna er að skapa betri grundvöll fyrir fjölbreyttara atvinnulíf til lengri tíma og styrkja stoðir þeirra og stuðla að nýsköpun.
Byggðastofnun birti í maí sl. samantekt með greiningu á áhrifum hruns ferðaþjónustu á sveitarfélög. Greiningin gaf vísbendingar um hvaða sveitarfélög og svæði kynnu að standa veikast vegna tímabundins hruns í ferðaþjónustu. Niðurstaða Byggðastofnunar var sú að sveitarfélögin sex stæðu verst að vígi eftir hrun ferðaþjónustunnar í vor.
Í greinargerðinni hér fyrir neðan er staða sveitarfélaganna sex metin innbyrðis. Þar er metið hlutfall ferðaþjónustu af atvinnulífi í hverju sveitarfélagi, möguleikar á annarri vinnusókn og framkomin áhrif eins og atvinnuleysi og lýðfræðileg samsetningu íbúa. Þegar horft var til þessara þátta var niðurstaðan sú að Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur og Skútustaðahreppur stæðu verst að vígi en að Bláskógabyggð, Rangárþing eystra og Sveitarfélagið Hornafjörður gætu brugðist betur við áhrifum faraldursins. Í þremur fyrrnefndu sveitarfélögunum væri hlutdeild ferðaþjónustunnar af atvinnulífi svæðisins mjög há, atvinnuleysi mikið og takmarkaðir möguleikar á annarri vinnusókn vegna fjarlægðar frá stærri vinnusóknarsvæðum. Í þremur síðarnefndu sveitarfélögunum væri atvinnulíf fjölbreyttara. Í Sveitarfélaginu Hornafirði væri t.d. öflugur sjávarútvegur á Höfn, Rangárþing eystra í útjaðri vinnusóknarsvæðis Árborgar og Bláskógabyggð á eða alveg við vinnusóknarsvæði Árborgar.
Samráðsteymin tvö munu halda áfram vinnu sinni með sveitarfélögunum m.a. til að fylgja eftir framkvæmd tillagna og öðrum ábendingum sem fram komu hjá sveitarfélögunum.