- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Á ráðstefnu Jafnvægisvogarinnar þann 12. október hlaut Rangárþing eystra viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis FKA. Í ár bættust 11 sveitarfélög við vogina, 56 fyrirtæki og 22 opinberir aðilar og hafa aldrei verið fleiri viðurkenningar veittar. Þáttakendur eru þá orðnir 239 talsins.
Tilgangur Jafnvægisvogarinnar
Jafnvægisvogin heldur úti mælaborði sem er ætlað að halda utan um tölfræðilegar upplýsingar um jafnrétti. Í mælaborði Jafnvægisvogarinnar koma fram allar helstu upplýsingar um stöðu kynjanna í íslensku atvinnulífi.