- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Fyrir Kjötsúpuhátíð hefur skapast hefð fyrir því að íbúar í sveitarfélaginu skreyta heimili sín og á Hvolsvelli eru göturnar skreyttar. Skreytingaverðlaun eru veitt á hátíðinni og er það algjörlega óháð dómnefnd sem fer um og velur sigurvegara.
Í ár voru veitt þrenn verðlaun - best skreytta húsið/garðurinn, frumlegustu skreytingarnar og best skreytta gatan.
Gilsbakki 1 þótti best skreytta húsið og garðurinn en þar búa þau Árný Hrund Svavarsdóttir og Ragnar Þór Ólafsson.
Gunnarsgerði 7a var með frumlegustu skreytinguna en þar búa þau Theodóra Jóna Guðnadóttir og Elías Arnþór Sigurðsson ásamt syni sínum Sigurþór Orra.
Best skreytta gatan voru reyndar þrjár götur sem skreyta saman í regnbogans litum en það eru Öldubakki, Sólbakki og Dalsbakki.
Íbúar fá kærar þakkir fyrir metnaðinn í skreytingum og það var dásamlegt að sjá litagleðina setja svip sinn á Kjötsúpuhátíðina í ár.