- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Soroptimistar um allan heim munu í ár, eins og mörg undanfarin ár, slást í för með um 6.000 samtökum í 187 löndum sem leidd eru af Sameinuðu þjóðunum til að vekja athygli á kynbundnu ofbeldi gegn stúlkum og konum með þátttöku í sextán daga átakinu #roðagyllumheiminn, #orangetheworld.
Roðagyllti liturinn sem er litur átaksins táknar bjartari framtíð án ofbeldis gegn konum og stúlkum. Átakið sem nú fer fram í þrítugasta sinn hefst þann 25. nóvember á alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gagnvart konum og stúlkum og því lýkur þann 10. desember á hinum alþjóðlega mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna sem jafnframt er dagur Soroptimista. Markmið sextán daga átaksins er að beina athyglinni að alvarleika kynbundins ofbeldis, fræða almenning og hvetja til að ofbeldið verði stöðvað. Til þess þarf vitundarvakningu.