- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Unnið er af krafti að rampa upp Ísland en næsta stopp er Hvolsvöllur. Vikuna 5-9. September mun verkefnið Römpum upp Ísland hefjast handa og rampa upp þrjú fyrirtæki í sveitarfélaginu. Tilgangur verkefnisins er að auka aðgengi hreyfihamlaðra en nýlega hefur Römpum upp Ísland komið fyrir 1000 römpum með stuðning frá þjónustuaðilum verktökum og yfirvöldum.
Sveitarfélagið ætlar að taka þátt í þessu flotta verkefni og bæta aðgengi að Austurvegi 4 og að VISS. Að því gefnu hvetjum við fyrirtæki og íbúa sveitarfélagsins að huga að aðgengi. Oft þarf ekki annað en að leysa aðgengi upp eina tröppu eða yfir háan þröskuld með einföldum hætti.
Hægt er að kynna sér verkefnið í gegnum heimasíðu þeirra: rampur.is og einnig sækja um styrk hjá Aðgengissjóð.