- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Rótarýklúbbur Rangæinga færði íbúum Rangárvallasýslu forláta bekk til heiðurs Ólafi Ólafssyni, fv. kaupfélagssjóra en hann varð 100 ára 5. maí s.l.
Ólafur var einn af stofnfélögum klúbbsins og aðalhvatamaður að stofnun hans árið 1966. Ólafur og Grétar Björnsson eru einu núlifendur stofnfélaga klúbbsins. Bekkurinn stendur við Litla salinn í Hvoli en þar halda Rótarýfélagar fundi sína á fimmtudögum kl. 18.00.
Hér eru þeir Ísólfur Gylfi Pálmason forseti Rótarýklúbbs Rangæinga og Jón Karl Ólafsson sem er umdæmisstjóri Rótaryhreyfingarinnar á Íslandi.
Ólafur Ólafsson, f.v. kaupfélagsstjóri og stofnandi klúbbsins