- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Krakkarnir í vinnuskóla Rangárþings eystra, tóku sig til og fóru að tína rusl í Landeyjafjöru, föstudaginn 12. júlí.
Flokkurinn lagði af stað um morguninn frá Hvolsvelli. Með í för voru 31 ungmenni, 3 flokkstjórar og starfsmaður áhaldahúss á dráttarvél með gám.
Byrjað var við Landeyjahöfn og þau unnu sig svo vestur eftir fjörunni að Sigurði Gísla, sem er gamalt skipsflak sem liggur í fjörunni.
Mikið rusl var í fjörunni og tínd voru rúmlega tvö og hálft tonn, eða nákvæmlega heil 2.640 kg. af rusli, en meirihlutinn af því var plast í hinu ýmsa formi t.d. allskonar plast ílát, rúlluplast, kaðlar og net.
Í hádeginu var slegið upp strandpartýi og grillaðar pylsur. Löngum, ströngum og afkastamiklum vinnudegi lauk svo rétt fyrir fjögur.