- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Sæmundur Holgersson lét af störfum sem tannlæknir fyrir skömmu síðan vegna aldurs. Sæmundur og eiginkona hans og hægri hönd, Guðbjörg Guðmundsdóttir, hafa rekið tannlæknastofu á Hvolsvelli í 50 ár. Það hefur verið mikill búsetukostur hér í héraði að hafa tannlæknastofu og þau hjón lögðu mikið á sig að tryggja að svo yrði áfram með því að auglýsa reksturinn innnan stéttarinnar en það bar því miður ekki árangur sem skyldi. Því verður það í fyrsta sinn í hálfa öld að ekki verður hægt að sækja tannlæknaþjónustu á Hvolsvelli.
Rangárþing eystra vill koma á framfæri miklu þakklæti til þeirra Sæmundar og Guðbjargar og óskar þeim velfarnaðar í hverju því sem þau nú taka sér fyrir hendur.