- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Líkt og flestum íbúum er væntanlega kunnugt um, hefur sveitarfélagið selt eign sína að Hlíðarvegi 14, sem undanfarin ár hefur hýst Sögusetrið og Kaupfélagssafnið.
Fyrirhuguð er talsverð uppbygging í húsnæðinu hjá nýjum eiganda og verður spennandi að fylgjast með henni og óskum við honum alls hins besta. Komið er að ákveðnum kaflaskilum er varðar Sögusetur og Kaupfélagssafn. Hvorutveggja voru gríðarlega framsækin og mikilvæg verkefni á sínum tíma og þar var unnið mikið og óeigingjarnt frumkvöðlastarf sem ber að þakka fyrir.
Tímarnir hafa breyst og hefur verið tekin ákvörðun um að hætta sýningarhaldi í núverandi mynd. Sýningarhönnuður beggja sýninga hefur verið fenginn til að stýra því verki sem felst í því að leggja núverandi sýningar niður. Flestir af munum safnanna eru í einka- eða opinberi eigu annara aðila en sveitarfélagsins og eru eigendur þegar byrjaðir að nálgast sína muni. Einnig hafa aðilar sýnt því áhuga að fá til sín hluta Kaupfélagssafnsins til uppsetningar á smærri sýningum. Skógasafn mun taka við hluta sýningarinnar og verða henni gerð skil á Skógasafni. Nýr eigandi að húsnæðinu hefur einnig óskað eftir því að hafa áfram uppi hluta af Njálu-sýningu. Unnið er að tæmingu húsnæðissins þessa dagana og er vandað til allra verka varðandi skráningu og utanumhald allra muna sýningarinnar.