Samband íslenskra sveitarfélaga leitar að tveimur framsýnum og metnaðarfullum verkefnastjórum til að starfa í nýju stafrænu teymi sveitarfélaganna á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Teymið mun vinna að framkvæmd sameiginlegra verkefna á sviði stafrænna umbreytinga. Annars vegar með áherslu á verkefnisstjórnun vegna þróunar sameiginlegrar þjónustulausna og þekkingarvefs og hins vegar vegna mótunar tæknistefnu og tæknistrúktúrs.

Um er að ræða störf til tveggja ára og verður teymið leitt af leiðtoga stafræna teymisins. Þeir sem ráðnir verða þurfa að hafa skýra sýn á þau tækifæri sem stafræn umbreyting felur í sér, frumkvæði, kraft og metnað til að hrinda breytingum í framkvæmd með góðum árangri. Þeir þurfa að búa yfir góðum samskipta- og samstarfshæfileikum, getu til að taka ákvarðanir og breiðri þekkingu sem nýtist í starfi.

Bæði störfin eru auglýst með möguleika á sveigjanlegri staðsetningu.

Smelltu hér til að sjá auglýsingu um störfin.

Umsóknir, merktar Umsókn um starf - verkefnastjórnun og vefumsjón eða Umsókn um starf - tæknistefna og tæknistrúktúr, berist eigi síðar en 28. febrúar nk. til Sambands íslenskra sveitarfélaga, Borgartúni 30, pósthólf 8100, 128 Reykjavík, eða á netfangið samband@samband.is.

Nánari upplýsingar má finna á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga.