Undanfarna daga hafa fulltrúar N og D – lista í Rangárþingi eystra átt í viðræðum um myndun meirihluta sveitarstjórnar.
Sú vinna hefur gengið vel og hafa framboðin nú gert formlegt samkomulag um meirihlutasamstarf fyrir kjörtímabilið 2022 – 2026.
Oddviti verður Tómas Birgir Magnússon, sveitarstjóri verður Anton Kári Halldórsson og formaður byggðarráðs verður Árný Hrund Svavarsdóttir.
Undirritun samstarfs- og málefnasamnings mun fara fram föstudaginn 27. maí 2022.
Við þökkum það traust sem kjósendur hafa sýnt okkur og hlökkum til að vinna í þágu allra íbúa á næsta kjörtímabili.