Markaðs- og menningarnefnd Rangárþings eystra óskar eftir tilnefningum frá íbúum fyrir Samfélagsviðurkenningu Rangárþings eystra 2023

Samfélagsviðurkenningin er ný af nálinni og verður veitt árlega hér eftir. Viðurkenningin er veitt þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í Rangárþingi eystra sem þykir standa sig afburða vel í að efla samfélagið, þeim sem hafa með gjörðum sínum og framgöngu látið gott af sér leiða og verið öðrum góð fyrirmynd.

Hægt er að senda inn tilnefningar á netfangið arnylara@hvolsvollur.is eða í gegnum eyðublað sem finna má hér