- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Tekið hefur gildi ný samþykkt um fiðurfé í Rangárþingi eystra á svæðum öðrum en skipulögðum landbúnaðarsvæðum og skráðum lögbýlum. Samþykktin er sett til að tryggja öryggi, hollustuhætti, góða umgengni og fullnægjandi mengunarvarnir vegna fiðurfjár í Rangárþingi eystra. Fiðurfé er skilgreint sem allir fuglar af hænsna og andaætt en hún nær einnig yfir dúfnahald. Ekki er leyfilegt að halda hana (karlkyns hænsni).
Áður en fuglahald hefst er skylt að sækja um leyfi hjá skipulags- og umhverfisnefnd. Telji skipulags- og umhverfisnefnd að skilyrði til að halda fiðurfé séu fyrir hendi getur hún veitt lögráða einstaklingi eða lögaðila leyfi til að halda allt að sex hænur og endur á sömu lóð, sama tala á við um dúfnahald, nánari skilyrði leyfisveitinga má sjá hér.
Mikilvægt er að allur aðbúnaður dýra sé samkvæmt lögum um velferð dýra, til að mynda þarf kofi fyrir 6 fugla að vera að lágmarki 3 m2 að stærð og hann þrifinn daglega. Til að takmarka ónæði vegna hávaða frá fuglum skal myrkva kofa þeirra frá kl. 21:00 til kl. 07:00 alla daga.