- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Söngkeppni Félagsmiðstöðvarinnar Tvistsins var haldin fimmtudaginn 15. apríl í Hvolsskóla. Keppnin var með öðru sniði í ár vegna fjöldatakmarkanna en unga kynslóðin í sveitarfélaginu bretti upp ermar og hélt stórglæsilega keppni.
Sara Sigríksdóttir var sigurvegari, ásamt Sjöfn Lovísu Bahner Jónsdóttur á píanó en þær fluttu lagið "Feeling good" eftir Michael Bublé. Í öðru sæti var Marco António Abranja Moita en hann söng lagið "Storm" eftir Victor Crone.
Vinningslagið fer áfram á USSS – Undankeppni söngkeppnar Samfés á Suðurlandi en sigurvegarar USSS taka þátt í söngkeppninni Samfestingur á vegum Samfés – Samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi.
Söngkeppni Samfés fer fram þann 9. maí á UngRÚV í Ríkisútvarpinu.
Við óskum flytjendum og unglingunum ásamt starfsfólki Tvistsins til hamingju með keppnina.