- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Eftir að grunur kom upp um að kólígerlasmit væri í neysluvatni á bæ í Vestur Landeyjum kom Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og tók nýtt sýni. Staðfest hefur verið að seinna sýnið var neikvætt.
Neysla kalda vatnsins úr Tunguveitu hefur því engin óæskileg áhrif á neytendur.
Sveitarfélagið biður íbúa afsökunar á þeim óþægindum sem þetta hefur haft í för með sér og hefur sveitarfélagið í kjölfarið farið yfir verkferla sína þegar kemur að upplýsingagjöf til íbúa þegar grunur sem þessi á sér stað.