- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Félagsmiðstöðin Tvisturinn tók þátt í Rímnaflæði nú á dögunum. Rímnaflæði er rappkeppni á vegum Samfés, Samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi.
Keppnin hefur skapað sér fastan sess í dagskrárliðum félagsmiðstöðva um leið og hún vekur áhuga ungmenna á rappi og gefur því jákvæða umfjöllun.
Sindri Sigurjónsson úr 10. bekk keppti fyrir hönd Tvistsins og hreppti þriðja sætið við mikinn fögnuð áheyrenda í troðfullum Fellahelli í Fellaskóla.
Sindri samdi sjálfur textann að laginu sínu „Hratt-Satt“ og þess má geta að í ár röppuðu allir keppendur á íslensku.
Við óskum Sindra innilega til hamingju með frábæra frammistöðu og óskum honum góðs gengis á sínum ferli.