- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Ertu háskólanemi? Ertu með hugmynd að nýsköpunarverkefni sem þú gætir unnið að í sumar sem tengist Rangárþingi eystra? Þá er Nýsköpunarsjóður námsmanna fyrir þig. Sjóðurinn styrkir nema til rannsókna- og þróunarverkefna yfir sumartímann og sveitarfélagið býður upp á aðstöðu í ráðhúsinu til að vinna að verkefninu.
Rangárþing eystra er áhugasamt um verkefni er tengjast t.d. umhverfismálum, lýðheilsu, menningu og skipulagi.
Umsóknarfrestur er til 15. febrúar svo nú er tækifæri til að stökkva af stað og láta ekki þetta tækifæri fram hjá sér fara.