Sýning Myndlistarfélags Árnessýslu í Sögusetrinu á Hvolsvelli var opnuð í gær. Við opnunina fluttu bræðurnir Gústav og Ólafur Stolzenwald, Gunnarshólma, orðlistaverk Jónasar Hallgrímssonar, stórkostleg dagskrá sem vert er að sjá og heyra.
Á sýningunni eru 32 verk eftir 18 félaga MFÁ.
Allir velkomnir á sýninguna en hún stendur til 7. júlí.
Myndirnar vísa margar til sögunnar og eða staðarins og eru allar til sölu.