- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Denison Chamber Singers í Sögusetrinu
Í síðustu viku kom til okkar kór frá Bandaríkjunum Denison Chamber Singers. Kórinn hélt tónleika í Sögusetrinu á Hvolsvelli. Ísólfur G. Pálmason sveitastjóri tók á móti þeim og þakkaði fyrir tónleikana sem voru einstaklega góðir og ekki síður skemmtilegir.
Stjórnandi er Dr. Wei Cheng. Hún er þjóðkunnur tónlistarmaður í sínu heimalandi, prófessor, stjórnandi og söngvari og hefur m.a. unnið með Daniel Barenboim og Mstislav Rostropovich. Þá hefur Dr. Cheng séð um kórstjórn á alþjóðlegum óperuhátíðum og unnið til fjölda verðlauna.
Á verkefnaskránni voru bæði ný og þekkt bandarísk kórverk, og einnig vinsæl söngleikja- & dægurlög.