Rangárþing eystra hvetur íbúa sína til að taka virkan þátt í dagskrá í kringum hjólreiðakeppnina The Rift sem fram fer laugardaginn 22. júlí 2023.

Föstudagur 21. júlí 2023

Hjólaferð fyrir alla aldurshópa í nágrenni Hvolsvallar. Lagt verður af stað frá Íþróttamiðstöðinni kl. 18:00. Að hjólaferðinni lokinni býður SS í grill og gaman við Íþróttamiðstöðina. Tilvalið að enda daginn í sundi. 

Laugardagur 22. júlí 2023

Dr. Bæk verður við Örkina og fer yfir reiðhjól frá 10:00 - 12:00

BMX brós mæta á svæðið og sýna listir sínar við Örkina kl. 11:00

Að lokum býður The Rift og Rangárþing eystra upp á varðeld og tónlist við Ormsvöll kl. 17:00.

 

Hér The Rift má svo nálgast allar upplýsingar um keppnina sjálfa sem fram fer á laugardeginum 22. júlí.