- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Kæru íbúar
Nú er sumarið komið. Ef einhver hefur ekki haft tök á að snyrta hekk á lóðarmörkum og við gangstíga hjá sér í haust er upplagt að gera það núna.
Á nokkrum stöðum í bænum má sjá tré og runna slúta yfir gangstíga og lóðarmörk. Lóðarhafa er skylt að halda vexti trjáa og runna á lóðinni innan lóðarmarka.
Við snyrtingu á skrautrunnum er ágæt regla að klippa elstu greinar innanúr runnanum ef eigandi hans er ekki viss um hvernig eigi að klippa hann. Sumir runnar blómstra á tveggja ára greinum, aðrir á árssprotum.
Munum að lausaganga hunda er ekki leyfileg í bænum.
Nauðsynlegt er að örmerkja gæludýr þannig að hægt sé að rekja þau til rétts eigenda.