- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Skógasafn hefur fengið úthlutað 1.200.000 frá Safnasjóði í flýttri aukaúthlutun sjóðsins. Úthlutunin er vegna rannsókna og miðlunar á handverki.
Hlutverk og tilgangur safnasjóðs er að efla starfsemi safna með styrkjum. Viðurkennd söfn önnur en söfn í eigu ríkisins geta sótt um rekstrarstyrki til að efla starfsemi sína og öll viðurkennd söfn geta sótt um styrki til skilgreindra verkefna. Önnur söfn, safnvísar, setur og sýningar geta notið styrks úr safnasjóði til skilgreindra verkefna í samstarfi við viðurkennd söfn. Mennta- og menningarmálaráðherra úthlutar styrkjum úr safnasjóði að fengnum tillögum safnaráðs.
Í aukaúthlutun safnasjóðs á síðasta ársfjórðungi hvers árs, geta viðurkennd söfn sótt um styrki til símenntunar, svokallaða símenntunarstyrki. Tilgangur með þessum styrkjum er að styrkja faglegt starf safnanna og efla þátt símenntunar, bæði innanlands sem erlendis. Nú var hins vegar ákveðið að flýta þessari aukaúthlutun vegna áhrifa Covid-19 á starfsemi safna.