Í desember síðastliðnum létu þeir Ásmundur Þórisson og Árni Ólafur Guðjónsson af störfum sem skólabílstjórar eftir næstum 70 ár samtals í skólaakstri. Óli í Tungu hefur verið skólabílstjóri í 48,5 ár og Ási í 21 ár. Báðir hafa sinnt sínu starfi með sóma og af miklu öryggi og hafa fengið kærar þakkir frá foreldrum og nemendum við þessi tímamót. Þær Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri og Birna Sigurðardóttir, skólastjóri, kvöddu þá félaga fyrir hönd Rangárþings eystra og Hvolsskóla með því að færa þeim blóm og bók. Óli fékk bókina Íslensku fuglarnir og þjóðtrúin og Ása var færð bókin Við Öræfahjörðin, saga hreindýra á Íslandi.
 
Magnús Guðmundsson, Efra Hvoli, tekur við akstursleið Ása en Óli verður áfram verktaki með sína akstursleið þó annar taki við akstrinum.