- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
SKÓLAÞING / ÍBÚAFUNDUR á ZOOM
fimmtudaginn 27. janúar 2022 kl. 17.00
Efni fundarins er: Endurskoðun skólastefnu Rangárþings eystra
Á 288. fundi sveitarstjórnar þann 9. desember 2021 var staðfest tillaga fræðslunefndar frá 54. fundi hennar þann 24. nóvember 2021 að ganga til samninga við Ásgarð ráðgjöf um endurskoðun skólastefnu Rangárþings eystra 2015-2020.
Verkefnið er fólgið í því að greina núverandi stöðu á gildandi skólastefnu, móta framtíðarsýn og innleiðingaráætlun með skýrum viðmiðum um gæði skólastarfs. Samhliða endurskoðun verður gerð þriggja ára innleiðingaráætlun og verkefnum forgangsraðað.
Fræðslunefnd leggur ríka áherslu á víðtækt samráð við starfsfólk, nemendur, foreldra, atvinnulíf, félagasamtök og íbúa sveitarfélagsins við endurskoðun skólastefnunnar enda er það grundvöllur þess að sem mest sátt ríki um stefnuna.
Sveitarstjórn hefur skipað stýrihóp til þess að halda utan um verkefnið undir verkstjórn ráðgjafa Ásgarðs. Stýrihópinn skipa:
Með stýrihópnum starfar einnig Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri og formaður fræðslunefndar. Markmiðið er að endurskoðuð skólastefna verði tilbúin í lok mars.
Stýrihópur mun boða til minni og stærri funda til þess að kalla eftir hugmyndum, markmiðum og leiðum og eiga samtal um menntamál í Rangárþingi eystra og þannig viða að sér efni til mótunar metnaðarfullrar framtíðarsýnar.
Fimmtudaginn 27. janúar kl. 17.00 boðar stýrihópurinn til skólaþings/íbúafundar á fjarfundaforritinu Zoom þar sem heimsfaraldur kemur í veg fyrir hópamyndanir.
Dagskrá fundarins
Hér er hlekkur á Zoom fundinn.
Hægt er að fylgjast með og taka þátt í hvaða snjalltæki sem er. Besta upplifunin fæst ef fylgst er með í tölvu. Gott er að setja Zoom-hugbúnaðinn upp á þá tölvu eða snjalltæki sem þú ætlar að nota í góðan tíma áður en fundurinn hefst.
Zoom fyrir borðtölvur er á síðunni https://zoom.us/download en Zoom-smáforrit fyrir Android snjalltæki eru á Play Store og á App Store fyrir iPhone og iPad. Einnig er hægt að nota vefviðmót fyrir Zoom (Zoom Web Client) en virkni þess er takmarkaðri en virkni þess hugbúnaðar sem settur er upp á snjalltækinu.
Opnað verður fyrir fundinn kl. 16.45 svo það er gott að skrá sig inn tímanlega, einhver úr stýrihópnum tekur á móti þér.
Athugið, eftir fundinn verður opið fyrir athugasemdir fyrir þá sem ekki komast á fundinn í skjali sem verður hægt að skrifa inní. Einnig er hægt að senda tölvupóst eða hringja í verkefnastjóra Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson á netfangið gunnthor@ais.is eða í síma 699-1303.
Með von um gott samstarf og góða þátttöku
Stýrihópur um endurskoðun skólastefnu