Hestamannafélagið Geysir hefur opnað fyrir skráningu fyrir á námskeið vorannar fyrir börn/unglinga og ungmenni. Flest námskeiðin krefjast þess að nemendur hafi sjálf hest til umráða að undanskildum hestafimleikum þar sem hesturinn er til staðar.

Boðið verður upp á námskeið á Hellu og Hvolsvelli.

Námskeiðin eru:

Hestafimleikar
Tvö námskeið verða haldin í vetur, annarsvegar fyrstu sex vikurnar á Hellu og hinsvegar seinni sex vikurnar í Skeiðvangi á Hvolsvelli. Námskeiðið fer fram í reiðhöll á mánudögum/þriðjudögum og Íþróttahúsi á föstudögum. Reiðkennari er Jónína Lilja Pálmadóttir.

Almennt reiðnámskeið fyrir börn/unglinga/ungmenni

Verður kennt bæði í Rangárhöllinni á Hellu (miðvikudögum) og Skeiðvangi á Hvolsvelli (mánudögum og miðvikudögum). Reiðkennarar eru Hanna Rún og Hjörvar á Hellu og Alma Gulla á Hvolsvelli.

Hestamennska með Óla og Ölmu

Verður kennt í Rangárhöllinni á Hellu. Fjölbreytt námskeið þar sem nemendur fara í gegnum fjölbreyttar þrautir. Kennt verður sex skipti um helgar. Reiðkennarar Alma Gulla Matthíasdóttir og Ólafur Þórisson

Keppnisnámskeið

Í hestaíþróttum öðlast börn keppnisrétt á 10. ári. Námskeiðið er því fyrir börn, unglinga og ungmenni sem hyggja á keppni á komandi tímabili. Námskeiðið fer fram á Hellu á fimmtudögum. Reiðkennari er Sigvaldi Lárus Guðmundsson.

Allar nánari upplýsingar um námskeiðin er að finna í vefverslun abler www.abler.io/shop/geysir.

Einnig langar okkur að vekja athygli á því að Uppskeruhátíð Æskunnar fer fram 21. janúar í Hvolnum á Hvolsvelli.

Boðið verður uppá fleiri námskeið þegar líður á vorið en það verður auglýst sérstaklega. Fylgist með á www.hmfgeysir.is og hjá Hestamannafélaginu Geysi á Facebook.

Fyrirspurnir vegna námskeiða sendist á hmfgeysir@gmail.com

Stjórnin