- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Forstöðumaður Félagsmiðstöðvarinnar Tvistsins
Sveitarfélagið Rangárþing eystra leitar að öflugum og skapandi leiðtoga í starf forstöðumanns félagsmiðstöðvarinnar Tvistsins. Um er að ræða fullt starf á heilsársgrundvelli.
Félagsmiðstöðin Tvisturinn er starfrækt á Hvolsvelli. Þar er boðið upp á frístundastarf fyrir börn á mið- og elstastigi grunnskóla. Starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Tvistsins fer að mestu leyti fram strax eftir að skóla lýkur en einnig er starfsemi tvö til þrjú kvöld í viku ásamt viðburðum öðru hvoru um helgar. Auk þess sem umsjónamaður kemur til með að hafa umsjón með starfi fyrir nemendur á miðstigi eftir að skóla lýkur að vori sem og að sjá um ungmennahús.
Leitað er að reglusömum og áreiðanlegum einstaklingi sem hefur m.a. til að bera frumkvæði, góða samskiptahæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum. Mikil uppbygging er framundan í æskulýðsmálum í sveitarfélaginu og kemur forstöðumaðurinn til með að móta starfsemina til framtíðar í samstarfi við íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.
Helstu verkefni forstöðumanns eru:
Menntunar- og hæfniskröfur
Hreint sakarvottorð í samræmi við barnaverndarlög.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi
stéttarfélags.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ólafur Örn Oddsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi,
olafurorn@hvolsvollur.is og 694-3073. Umsóknarfrestur er til og með 12. ágúst næstkomandi. Kostur ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst eða eftir nánari samkomulagi. Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á olafurorn@hvolsvollur.is
Rangárþing eystra er barnvænt- og heilsueflandi samfélag í stöðugri sókn. Sveitarfélagið leggur ríka áherslu á samvinnu,virðingu og vellíðan á vinnustað. Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um.