- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Árborg er viðkomustaður í hringferð Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, vegna landsáætlunar í málefnum fatlaðs fólks. Opinn samráðsfundur fer fram á Hótel Selfossi, mánudaginn 26. júní kl. 17:00
Guðmundur Ingi býður þessar vikurnar til samráðsfunda um landið vegna landsáætlunar. Málefni fatlaðs fólks koma okkur öllum við og fólk er hvatt til að mæta og taka þátt. Hér gefst einstakt tækifæri til að hafa bein áhrif á þróun þjónustu við fatlað fólk á Íslandi.