Laus er til umsóknar staða húsvarðar við Hvolsskóla, Tónlistarskóla Rangæing á Hvolsvelli og Héraðsbókasafni Rangæinga. Þessi starfssemi er öll undir sama þaki. Um er að ræða 100% starf og tímabundið, frá 1. desember 2019 - 31. júlí 2020. Viðkomandi starfar undir stjórn skólastjóra Hvolsskóla en sinnir verkefnum sem við á og tilheyra er skólastjóri tónlistarskólans og forstöðumaður bókasafnsins fara fram á.

Menntunar og færnikröfur:

  • Iðnnám sem nýtist í starfi
  • Lipurð í samskiptum
  • Reynsla af húsvörslu, viðhaldi og endurnýjun bygginga kostur.
  • Umsækjandi þarf að vera tilbúinn að starfa eftir þeim gildum og stefnum sem eru í Hvolsskóla

Helstu verkefni:

  • Almenn verk húsvarðar.
  • Hefur umsjón og eftirlit með húsnæðinu, húsgögnum og áhöldum – sinnir viðhaldi eða sér um að fá viðeigandi aðila til að sinna því í samráði við skólastjóra/forstöðumann. Hefur umsjón og eftirlit með stærri viðhaldsframkvæmdum.
  • Hefur umsjón með ræstitæknum í grunnskólanum og skipuleggur störf þeirra við ræstingu.
  • Sér um innkaup á ræstivörum
  • Sér um útréttingar fyrir skólann s.s. að sækja matinn, fara á pósthús og annað sem til fellur
  • Er tengiliður við áhaldahús og iðnaðarmenn
  • Er tengiliður við öryggisgæsluaðila
  • Sér um uppröðun í sal vegna funda og samkoma
  • Umsjón með sorpi

Fylgigögn með umsókn:

  • Ferilskrá þar sem fram koma upplýsingar um menntun og starfsreynslu
  • Upplýsingar um meðmælendur

Hvolsskóli er grunnskóli í Rangárþingi eystra. Þar eru um 240 nemendur í 1.-10. bekk og eru um 45% þeirra að koma með skólabíl á morgnana. Skólinn starfar undir merkjum Uppeldis til ábyrgðar, ART og er Grænfánaskóli, Heilsueflandi grunnskóli og Kötlu jarðvangs – UNESCO skóli. Frekari upplýsingar er að finna á heimsíðu skólans: www.hvolsskoli.is

Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 488 4240 eða á netfanginu skolastjori@hvolsskoli.is

Umsóknarfrestur er til og með 26. nóvember 2019 og skulu umsóknir berast á skrifstofu skólans eða á netfangið skolastjóri@hvolsskoli.is ásamt umbeðnum fylgigögnum.