- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Í byrjun apríl setti starfshópur um Heilsueflandi samfélag upp óformleg könnun á heimasíðu og facebook síðu sveitarfélagsins varðandi staðsetningu á væntanlegri aparólu. Möguleikarnir voru tveir, annars vegar við ærslabelginn og hins vegar á Gíslahól við Hvolsskóla. Einnig var boðið upp á að nefna aðra mögulegar staðsetningar. Þessi könnun var einnig lögð fyrir nemendur í 3., 5., 7. og 10. bekk í Hvolsskóla.
Það er skemmst frá því að segja að aparóla við ærslabelginn hlaut yfirgnæfandi kosningu í þessari könnun en af þeim 178 svörum sem bárust þá voru það 129 sem vildu aparólu við ærslabelginn en 49 á Gíslahól.
Þessar niðurstöður verða svo hafðar til hliðsjónar þegar aparólan kemur á svæðið og endanleg staðsetning valin.
Starfshópur um Heilsueflandi samfélag þakkar öllum þeim sem tóku þátt.