Félags og Skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu auglýsir eftir starfsmanni í sumarafleysingar í Mýrdalshreppi og Skaftárhreppi. Einnig er auglýst eftir starfsmanni í Rangárþingi í fullt starf eða hlutastarf á dagvinnutíma, tímabundið eða eftir samkomulagi.

Félagsleg heimaþjónusta hefur það markmið að aðstoða notendur sem geta ekki séð um heimilishald án utanaðkomandi aðstoðar.

Helstu verkefni og ábyrgð

• Veita aðstoð við þrif og annað heimilishald

• Veita félagslegan stuðning til þeirra sem á þurfa að halda, svo sem í formi samveru,

búðarferða, gönguferða og stuðnings við að sækja félagsstarf

• Samvinna við þjónustuþega og aðra starfsmenn

Hæfniskröfur

• Reynsla af starfi með öldruðum er kostur

• Stundvísi, jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum

• Reglusemi, sveigjanleiki og sjálfstæði í starfi

• Gott vald á íslensku er skilyrði

• Umsækjendur skulu vera 20 ára og eldri

• Viðkomandi þarf að hafa bíl til umráða

 

Umsókn skal fylgja ferilsskrá og kynningarbréf.

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningum.

Allir einstaklingar sem ráðnir eru til starfa þurfa að veita heimild til upplýsingaöflunar úr sakaskrá og undirrita trúnaðaryfirlýsingu.

Umsóknarfrestur er til og með 21.05.2024.

Nánari upplýsingar um starfið gefur Aðalheiður K. Steinadóttir í síma 487-8125 milli klukkan 9 og 15 þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag

Einnig má senda fyrirspurn á netfangiðadalheidur@felagsmal.is