- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Rangárþing eystra hefur undanfarnar vikur unnið að því að móta verkefni og vinnu fyrir sumarið 2020 með tillit til afleiðinga af Covid-19. Ljóst er að sumarið 2020 verður líflegt þar sem sveitarfélaginu barst metfjöldi umsókna í sumarstörfin. Sveitarfélagið hefur ákveðið að ráða öll þau ungmenni sem sóttu um vinnu. Meðal þess eru 11 sumarstörf sem sveitarfélagið fékk úthlutað úr verkefni stjórnvalda um sumarátak fyrir námsmenn 18 ára og eldri. Þau skiptast í 3 hópa, þ.e. flokkastjórar í vinnuskólanum, starfsmenn í áhaldahús og starfsmenni í áhersluverkefni tengd áfangastöðum og fegrun sveitarfélagsins.
Sveitarfélagið hefur undanfarin ár ráðið börn úr fjórum árgöngum í vinnskólann. Yngstu börnin í vinnuskólanum er fædd árið 2007 og fá þau vinnu hálfan daginn. Sveitarfélagið leggur metnað sinn í að í vinnuskólanum fái börn auk vinnu, fræðslu um vinnuumhverfið t.d um launaseðilinn og stéttafélög, fræðslu um skyndihjálp og líkamsbeytingu. Einnig hefur vinnskólinn boðið þeim sem vilja að taka þátt í lista- og fjölmiðlahóp sem hefur skapað skemmtilega stemningu hjá þeim og í sveitarfélaginu.