Stóra-Mörk 1 í Rangárþingi eystra var afurðahæsta kúabúið árið 2023, með 8.903 kílógrömm eftir árskú. Þau Aðalbjörg Ásgeirsdóttir og Eyvindur Ágústsson eru bændur á Stóru-Mörk 1 og birtist viðtal við þau í nýjasta tölublaði Bændablaðsins.

Þau Aðalbjörg og Eyvindur hafa verið í búskap á Stóru-Merkur torfunni síðan 2010 en Aðalbjörg er fimmti ættliður bænda í Stóru-Mörk. Þau hjónin segja að grundvallaratriði í að kúnum líði vel og nytin sé góð sé að hafa alla daga eins og að fóðrið sé mjög einsleitt. Þetta tekst þeim með að hafa góð ræktun á öllum túnum og vera mjög nákvæm á sláttutíma.

Viðtalið má lesa í heild sinni hér: https://www.bbl.is/frettir/vidtal/gott-hey-og-einsleitni-lykillinn-ad-arangri

Meðfylgjandi mynd fylgdi með viðtalinu í Bændablaðinu.