- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
JarðvangsPlokk í Rangárþingi eystra
Laugardaginn 23. apríl er Stóri JarðvangsPlokkdagurinn og Rangárþing eystra hvetur íbúa til að vera með, taka góða göngutúra og hreinsa nærumhverfið í leiðinni.
Á laugardagsmorgun, milli klukkan 10-12, verður hægt að fá ruslapoka í Áhaldahúsinu v/Ormsvöll og svo má bara halda af stað og tína allt það rusl sem á vegi ykkar verður, stórt og smátt. Svæðinu í kringum Hvolsvöll hefur verið skipt í 7 svæði svo endilega veljið ykkur svæði til að fara um og plokka.
Hægt verður að skila afrakstri dagsins í gám fyrir utan áhaldahúsið. Einnig verður hægt að skilja pokana eftir á götuhornum þar sem íbúagötur og aðalbrautir mætast og verða þeir sóttir þangað. Þessi þjónusta verður í boði til klukkan 15:00.
Við viljum hvetja íbúa í dreifbýlinu til að ganga meðfram vegum og girðingum og tína rusl þar sem það getur.
Frábær útivera og hreyfing um leið og við finnum fyrir tilgangi, sjáum árangur, eflum núvitund og gerum umhverfinu og samfélaginu okkar gott. Plokkið kostar ekkert og kallar ekki á nein tæki nema ruslapoka.