- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Bókun sveitarstjórnar frá 10. mars 2022 varðandi stríðsátök og móttöku flóttamanna.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra fordæmir harðlega innrás Rússa í Úkraníu og tekur undir yfirlýsingu Evrópusamtaka sveitarfélaga, CEMR um að evrópskir sveitarstjórnarmenn fordæmi brot á sjálfstæði og sjálfræði Úkraníu og lýsir yfir stuðningi og samstöðu með sveitarfélögum í Úkraníu og íbúum þeirra. Sveitarfélagasambandið í Úkraníu er meðlimur í CEMR og undanfarin ár hefur átt sér stað mikil uppbygging í úkraínskum sveitarfélögum, með stuðningi evrópskra sveitarfélaga, til að efla sjálfsforræði þeirra og bæta þjónustu.
Sveitarstjórn lýsir yfir vilja til að taka þátt í samstarfsverkefni um mótttöku flóttafólks og felur starfsmönnum að skoða innviði sveitarfélagsins m.t.t. mótttöku flóttamanna.
Samþykkt samhljóða.