Karlakór Rangæinga og sönghópurinn Öðlingarnir halda á næsta sunnudag styrktartónleika í Hvolnum fyrir Konráð Helga Haraldsson sem lenti í alvarlegu bílslysi undir Eyjafjöllum í desembermánuði.

Tónleikarnir hefjast kl 16:00 þann 12.janúar.

Aðgangur verður ókeypis en tekið verður á móti frjálsum framlögum á tónleikunum.