Firmakeppni Hvolhreppsdeildar Geysis 2022 verður haldin í Skeiðvangi á sumardaginn fyrsta og hefst keppni kl. 14:00

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:

Pollaflokkur

Barnaflokkur

Unglingaflokkur

Ungmennaflokkur

Minna vanir

Meira vanir

Skráning fer fram á staðnum frá 12:30 til 13:30.

Kvenfélagið Eining verður með hestakaffi á staðnum og er líklegt að borðin munu svigna undan hnallþórum og örðu sætmeti. Það er enginn posi á staðnum.

Skógasafn

Tveir viðburðir verða haldnir á sumardaginn fyrsta.

Kl. 19:30 munu þeir Jóhann Einarsson og Reynir Ragnarsson afhenda formlega flugvél sína, TF-FAR, Samgöngusafninu í Skógum til eignar og varðveislu. Allir vinir og velunnarar þeirra Jóhanns og Reynis eru boðnir velkomnir til þessarar athafnar.

Kl. 20:30 verður svo hist í Skógakirkju til minningar um Þórð Tómasson

Að hætti Þórðar verður stutt helgistund í Skógakirkju með Árna Þór, nýsettum presti svæðisins. Síðan verður farið í gamla Litla-Hvamms skólann á safnasvæðinu og sungin sumar- og ættjarðarlög, eins og raddböndin þola, við undirleik Brians Haroldsson organista í Vík.

Eftir sönginn verður boðið upp á kaffi í Samgöngusafninu.