- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Verkstjóri vinnuskóla:
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: Viðkomandi er verkstjóri vinnuskóla ungmenna á aldrinum 13-16 ára og starfar undir verkstjóra áhaldahússins. Hann stjórnar og samræmir vinnu flokkstjóra sem hann hefur umsjón með. Hann ber ábyrgð á skilum á tímaskráningum til launafulltrúa. Verkstjóri skilar greinargerð um vinnuskólann að loknu sumri.
Hæfniskröfur: Viðkomandi þarf að vera orðinn tuttugu ára og reynsla af vinnu með unglingum er æskileg. Hann þarf að hafa stjórnunarhæfileika, samskipta- og skipulagsfærni. Verkstjóri skal vera reyklaus og undirmönnum sínum góð fyrirmynd. Hann þarf að hafa bílpróf og æskilegt er að hann hafi réttindi til að keyra 17 manna bíl (D1).
Flokkstjóri í vinnuskóla:
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: Flokkstjóri starfar undir stjórn verkstjóra vinnuskóla ungmenna á aldrinum 13-16 ára. Hann stjórnar starfi vinnuskólahóps, kennir nemendum rétt vinnubrögð, vinnur með liðsheild og verkvit, er uppbyggilegur og góð fyrirmynd. Flokkstjóri ber ábyrgð á tímaskýrslum og skilum á þeim til verkstjóra.
Hæfniskröfur: Æskilegt er að viðkomandi sé orðinn 18 ára og hafi reynslu af vinnu með unglingum. Hann þarf að hafa bílpróf, stjórnunarhæfileika, samskipta- og skipulagsfærni. Flokkstjóri skal vera reyklaus og nemendum góð fyrirmynd í heilbrigðum lífstíl.
Starfsmenn í áhaldahúsi við Ormsvöll:
Helstu verkefni eru ábyrgðarsvið: Sláttur á lóðum sveitarfélagins og margvísleg umhverfistengd verkefni á vegum sveitarfélagsins.
Hæfniskröfur: Lágmarksaldur er 17 ára og æskilegt er að viðkomandi hafi bílpróf. Starfsmaðurinn þarf að búa yfir góðum hæfileika til samskipta, vera vinnusamur, með verkvit og stundvís.
Umsóknarfrestur í öll störfin er til 4. apríl 2019.
Nánari upplýsingar og umsóknir sendist til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa á olafurorn@hvolsvollur.is.