Langar þig til að njóta sólarinnar í sumar? Ert þú góð fyrirmynd?

Þá erum við með réttu sumarstörfin fyrir þig.

Rangárþing eystra auglýsir skemmtileg sumarstörf fyrir hressa einstaklinga sem dreymir um að hreinsa og fegra umhverfið.

 

Verkstjóri vinnuskóla:

Verkstjóri vinnuskólans þarf að vera einstaklingur sem hefur gaman af því að vera í kringum ungt fólk og hefur unun af því að vera í fallegu umhverfi.

Starfssvið: Aðstoð og fræðsla við okkar yngsta starfsfólk,

Smá pappírsvinna til að sinna ef (okey þegar) það rignir og skil á greinargerð í lok sumars.

Hæfniskröfur:

Góð fyrirmynd, frábærir skipulagshæfileikar og framúrskarandi hæfni í samskiptum.

Kostur að vera með bílpróf.

 

Starfsmenn áhaldahúss

Starfsmenn áhaldahúss þurfa að hafa gaman að því að takast á við fjölbreytt og skemmtileg verkefni, hafa náð 17 ára aldri og vera með gild ökuréttindi og kostur ef viðkomandi er með vinnuvélaréttindi.

Starfið felst í hinum ýmsu viðhalds og fegrunarverkefnum um allt sveitarfélagið. Ef þú ert góður í mannlegum samskiptum og átt auðvelt með að vakna á morgnana þá leitum við að þér.

Umsóknarfrestur er til 12. apríl 2024.

Umsóknareyðublað á hvolsvollur.is

Nánari upplýsingar veitir Ólafur Rúnarsson – olirunars@hvolsvollur.is

 

Stjórnandi á leikjanámskeiði

 Stjórnendur á leikjanámskeiði þurfa að eiga auðvelt með að finna barnið í sjálfum sér og vera með góða skipulagshæfileika.

Leikjanámskeiðið hefst 5. júní og stendur í 4 vikur til föstudagsins 28. júní fyrir hádegi kl. 09:00-12:00. 

Umsækjendur þurfa að hafa náð 18. ára aldri.

Umsóknareyðublað á hvolsvollur.is

Nánari upplýsingar gefur Ólafur Örn, íþrótta og æskulýðsfulltrúi - olafurorn@hvolsvollur.is