- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Mikið fjör var í sundlauginni sl fimmtudag. Félagsmiðstöðin Tvisturinn var með sundpartý með diskóljósum og tilheyrandi tónlist. Mikil stemming var ofan í sundlauginni og mættu fjölmargir krakkar, sérstaklega þau sem eru í 5. – 7. bekk.
Félagsmiðstöðin er núna, tímabundið, komin í húsnæði Hvolsskóla og er diskósundið hluti af því að brjóta aðeins upp hið hefðbundna félagsmiðstöðvar starf. Til stendur að vera með fleiri skemmitlega viðburði fyrir krakkana á næstu vikum og eru allar hugmyndir vel þegnar.